fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ritdómur um „Óboðinn gestur“: Tekst ekki að fylgja frumrauninni eftir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shari Lapena: Óboðinn gestur

301 bls.

Bjartur

Shari Lapena er miðaldra kanadísk kona sem sló í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, „Hjónin við hliðina“, fyrir nokkrum misserum. Sú saga einkennist af nokkuð tilþrifalitlum stíl en ógnvekjandi söguþræði þar sem öll samskipti eru gegnsýrð leynd og óheiðarleika. Barnshvarf í upphafi sögunnar grípur lesendann föstum tökum og ekki slaknar á áhuga hans fyrr en gátan er leyst undir lok sögunnar.

Óboðinn gestur stendur frumraun Shari Lapena því miður langt að baki. Stíllinn er enn flatari en í fyrri bókinni og á köflum er frásögnin hreinlega staglkennd. Hér er sögð saga konu sem hefur heppilega misst minnið kvöldið sem hún virðist hafa framið glæp og lent í hörðum árekstri í kjölfarið. Konan er ekki öll þar sem hún er séð og smám saman kemur dulin fortíð hennarí ljós.

Þetta er að miklu leyti fyrirsjáanleg spennusaga, sögupersónurnar eru óáhugaverðar og örlög þeirra hreyfa ekki við lesendum. Fléttan er þó þokkalega spunnin og gengur vel upp. Maður les áfram af hæfilegri forvitni eftir því að vita hvernig í pottinn er búið en þó aðallega til að klára bókina svo hægt sé að lesa eitthvað annað.

Óboðinn gestur er í sjálfu sér ekki illa gerð spennusaga en hún er tilþrifalítil og blóðlaus – uppfull af klisjum en laus við sannan skáldskap. Ég spái því að þessi saga eigi eftir að valda mörgum lesendum bókarinnar „Hjónin við hliðina“ vonbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“