fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Einstakt atvik í sögu The Bachelor þáttanna – Hafnað af piparsveininum en fann samt ástina – Táraflóð og ástarjátning

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegum þætti af víetnamskri útgáfu þáttanna The Bachelor gerðist atvik sem er einstakt í sögu þessa vinsæla raunveruleikaþáttar sem sýndur er í fjölmörgum útgáfum um allan heim.

Í þættinum þar sem piparsveinninn deilir rósum til kvennanna sem hann velur til að halda áfram, stígur ein konan fram og játar ást sína, þó ekki á piparsveininum, heldur öðrum kvenkyns keppanda.

The Bachelor Vietnam markar þannig einstakt sögulegt spor í þáttunum þar sem þetta er fyrsti þátturinn, þar sem keppandi reynir að sannfæra annan keppanda um að yfirgefa þættina með sér.

Í senunni sem fór í loftið er aðeins búið að draga úr dramanu og táraflóðinu, en óklippta útgáfan er til og rétt er að taka vasaklútinn og svuntuhornið upp áður en horft er.

Minh Tu fékk ekki rós frá piparsveininum og átti hún því að yfirgefa þættina. En í staðinn steig hún fram og játaði ást sína:

Ég tók þátt í þessari keppni til að finna ástina og ég hef fundið hana, en það ert ekki þú. Ég er ástfangin af öðrum.

Því næst hljóp hún til annars keppanda, Truc Nhu, faðmaði hana þétt og sagði: „Komdu heim með mér.“

Truc Nhu hafði þegar fengið rós afhenta frá piparsveininum Nguyen Quoc Trung, en endurgalt faðmlagið á meðan aðrir keppendur brustu í grát.

Gekk hún síðan að piparsveininum og bað hann afsökunar, sagðist vilja kynnast honum og hann væri einstakur og léti henni líða á máta sem henni hefði ekki liðið í langan tíma.

Piparsveinninn hálfhissa á þessari uppákomu sagði: „ég vil að þú vitir að ef þú ferð, þá muntu sjá eftir því. Þetta breytir ekki ákvörðun minni, ég mun ekki gefa einhverri annarri rósina.“

Konurnar gengu út saman, en síðar ákvað Truc Nhu að halda áfram í þáttunum eftir að piparsveinninn ræddi við hana einslega.

Atvik á borð við þetta hefur aldrei gerst áður í þáttunum sem hafa verið teknir upp í 30 löndum í yfir 100 mismunandi þáttaröðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“