Skandinavískar hönnunarvörur
Lífsstílsverslunin Rökkurrós hefur selt hönnunar- og gjafavöru, fatnað og ýmiss konar fylgihluti í hartnær tvö ár í gegnum vefverslun sína rokkurros.is. Nú hefur verslunin verið staðsett í Grímsbæ í eitt ár og er alltaf jafnheillandi að koma þar inn. Rökkurrós selur ákaflega fallega skandinavíska hönnunarvöru, bæði frá þekktum framleiðendum og nýliðum á hönnunarmarkaðnum, sem verslunin flytur að langmestu leyti sjálf inn. „Við erum einnig að selja íslenska hönnun frá Önnu Þórunni og IF Reykjavík,“ segir Sandra Kristína, eigandi verslunarinnar. Rökkurrós býður upp á sambland af vintage, bohemian og modern hönnunarvörum og leggur áherslu á fínar línur og gæði. „Við erum einfaldlega að bjóða upp á fallegar vörur sem viðskiptavinurinn á auðvelt með að blanda saman við sinn eigin persónulega stíl.“
Í Rökkurrós fást virkilega falleg og sérstök ljós frá sænska hönnunartvíeykinu Tvåfota Design. Um er að ræða stórskemmtileg demantslaga loftljós sem skorin eru út í MDF-plötuefni og ber nafnið Döden. Hugmyndin að baki hönnunarinnar var að skapa þrívídd úr tvívíðu efni. Lögunin kemur svo frá þeirri hugmynd að demantar hafi beinagrind. Tvåfota Design er með aðsetur í Malmö og var hleypt af stokkunum af tvíeykinu Idu Sjöberg og Stinu Löfgren haustið 2012. Þær leggja áherslu á að gera hönnun úr vanmetnum efnum, auka virði þeirra með nákvæmu framleiðsluferli en á sama tíma halda umhverfisáhrifum eins litlum og mögulegt er. Sjálfar annast þær eins mikið og þær geta af ferlinu, sem þýðir allt frá grafískri hönnun, markaðssetningu, framleiðslu, pökkun og hönnun.
Einnig eru til sölu ótrúlega heillandi olíulampar frá lampafyrirtækinu Karlskrona í Svíþjóð. Lamparnir eru gamaldags í útliti og henta vel fyrir nostalgískar sálir.
Rökkurrós er staðsett að Efstalandi 26, Grímsbæ, við Bústaðaveg, 108 Reykjavík.
Hafa má samband í síma 571-4101 eða 699-5622 eða með því að senda póst á netfangið info@rokkurros.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Rökkurrósar www.rokkurros.is
og Facebook-síðu verslunarinnar.