fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Ragga nagli – „Þú ert alltaf bara einni máltíð frá góðum ákvörðunum sem eru þér í hag“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að láta ekki ein mistök í mataræðinu eyðileggja árangurinn.

Þú ert að krúsa Reykjanesbrautina.
Með Gullbylgjuna í botni.
Úr hátölurunum heyrist Bó Halldórs syngja um Mánabar og Brendu Lee.

Bílferðin gengur eins og smurð flatkaka með hangikjöti.
Þú keyrir á löglegum hraða. 
Fulla ferð áfram. 
Með allt undir kontról
Báðar hendur á stýri.
Þú ert við stjórnvölinn.

Þá byrjar að rigna á landinu bláa.

Bíllinn skrikar til í bleytunni og breytir um stefnu út í vegarkantinn.

Í staðinn fyrir að kippa í stýrið til baka og rétta bílinn af þá snýrðu enn meira upp á það.

Þú botnar bensíngjöfina og stímir áfram út í mosalagða hraunbreiðuna.

Þetta litla hliðarspor breytist í fullkomna katastrófu.

Þú hugsar:

„Það er hvort sem er allt ónýtt eftir að hjólkopparnir tóku aðra stefnu.
Get alveg eins grýtt mér í úfið grjótið og legið þar marineraður í norðangarra og rigningarnepju.

Kem mér bara aftur upp á brautina á morgun… eða mánudaginn.“

Neii… þetta myndi enginn gera.

En þetta gerum við samt þegar kemur að mataræðinu.

Eitt óvænt næringarprump í óráðsíu breytist oft í matarorgíu í marga daga.

Sérstaklega um helgar.

Við eyðileggjum enn frekar fyrir okkur eftir ómerkileg mistök sem breyta engu í stóra samhenginu.


Ef þú sósar þig óvænt í sveittmeti um helgina mundu að þú þarft ekki annað en að kippa í stýrið til að byrja aftur að krúsa Heilsustrætið.

„Þú ert alltaf bara einni máltíð frá góðum ákvörðunum sem eru þér í hag“

Með allt undir kontról
Báðar hendur á stýri.
Þú ert við stjórnvölinn.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum