Bernd Leno, markvörður Arsenal, viðurkennir það að hann sé orðinn pirraður á bekkjarsetu hjá félaginu.
Leno fékk fyrsta tækifæri sitt í gær í sigri liðsins á Vorskla Poltava en Petr Cech hefur varið mark liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
,,Ég kom til félagsins til að spila alla leiki. Þetta er stærra félag og annað land svo kannski þarf ég tíma,“ sagði Leno.
,,Þetta er pirrandi en ég er ennþá rólegur og reyni að bæta mig mikið. Stjórinn velur liðið út frá frammistöðu.“
,,Ég held að þetta geti breyst, ekki í hverri viku en hann mun breyta miklu. Hann sagði aldrei að ég myndi spila í Evrópudeildinni og Cech í deildinni.“