Benjamin Mendy bakvörður Manchester City hefur misst ökuréttindi sín í heilt ár eftir of marga punkta í kerfinu.
Í fjögur skipti var bíllinn hans Mendy myndaður fyrir of hraðan akstur, allt í febrúar á þessu ári.
Mendy fékk 24 punkta í ökubók sína og lögfræðingur hans mætti til að svara dómara í dag.
Mendy er 24 ára gamall en hann neitar þó fyrir að hafa verið að keyra bílinn, hann hafi verið meiddur og ekki geta keyrt.
Mendy gat þó ekki greint frá því hver hefði keyrt bílinn og missir því prófið í heilt ár.