fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Átt þú Lottóvinning í Hverfisbúðinni? – Vinningsmiði skilinn eftir í fáti vegna eldsvoða

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverfisbúðin Hverafold 1-3 í Grafarvogi leitar nú að Lottóvinningshafa sem skildi vinningsmiða þar eftir síðastliðinn föstudag.

Vinningshafinn er kona og er hún á upptökum verslunarinnar, en því miður þekkja eigendur og starfsfólk ekki konuna og auglýsa því eftir henni á Facebook-síðu sinni.

Miðann, sem síðan kom í ljós að er vinningur á, skildi hún eftir í fáti vegna eldsvoða sem varð í nærliggjandi húsi um það leyti sem hún keypti miðann.

„Það kom hér inn dama á föstudaginn var og keypti sér Lottómiða – um það leyti er kviknaði í nærliggjandi húsi hér í Grafarvoginum. Uppi varð fótur og fit sökum eldsvoðans og fór það því þannig að hún gleymdi Lottómiðanum sínum á búðarborðinu er hún hafði nýverið fest kaup á hjá okkur.

Þar sem hún hefur ekki komið og vitjað miðans þá auglýsum við eftir henni hér á Facebook (enda ervinningur á miðanum) og vonumst til að hún komi og vitji vinningsins.
Þökk sé myndavélakerfinu okkar þá vitum við hvernig hún lítur út en kunnum ekki frekari deili á henni svo öll aðstoð við deilingu væri vel þegin.

Eigið annars frábæran dag“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar