fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Myndir þú borða heiladeig með skjaldbökubróður? – Uppskriftir frá 1916

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gætir þú hugsað þér að borða heiladeig með skjaldbökubróður sem meðlæti? Á meðal innihaldsefna eru heili, hveitibrauð, fiskbollur, kjötbollur og eitt stykki haus.

Þessir réttir eru á meðal uppskrifta í bók frá 1916, sem heitir Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur frá Draflastöðum, með heilsufræðislegum inngangi eptir Steingrím Matthíasson héraðslækni frá 1916. Það er Helga Kolbeinsdóttir, sem heldur úti Facebookhópnum Hugleiðingar Helgu: Matur og uppskriftir, sem vakti athygli á þessum áhugaverðu uppskriftum í hópnum.

Í uppskriftinni er tekið fram hversu marga aura hvert hráefni kostar og hversu margar hitaeiningar eru í hverju þeirra. Alls eru 1828 hitaeiningar í þessari uppskrift og hefur hún kostað 50 aura.

Svona er uppskriftin:

Heiladeig:
500 gr. kinda- eða kálfsheili
250 gr. hveitibrauð
50 gr. smjör
1 msk/25 gr. hveiti
125 gr. nýmjólk
2 egg
½ tsk pipar
½ tsk salt

Heilinn er lagður í bleyti í 2-3 tíma áður enn á að sjóða hann, þá er hann tekinn og lagður á sigti. Smjörið er brætt og hveitinu hrært saman við það. Hveitibrauðið er skorið í sneiðar og mjólkinni hellt á það. Þegar brauðið er búið að draga til sín alla mjólkina, er það látið saman við smjörið og hveitið. Þetta er hrært í pottinum þangað til sleifin hreinsar sig, þá er sigtið sett yfir ílátið og heilinn marinn í gegn. Eggjarauðunum er hrært saman við deigið, en eggjahvíturnar eru þeyttar og hrært seinast saman við deigið. Deigið er annaðhvort soðið í saltvatni eða tólg í 1-3 mínútur. Heilabollur eru hafðar í skjaldbökubróður, en geta líka borðast sem sérstakur réttur með kartöplum og sósu eða brúnuðu smjöri.

Skjaldbökubróðir (Forloren Skilpadde)

1 kálfshöfuð (500 gr.)
500 gr. kjötbollur
500 gr. fiskbollur
3 egg
125 gr. smjör
125 gr. hveiti
½ tsk pipar
1 msk salt

Kálfshausinn er látinn ofan í sjóðandi vatn svo hárið losni. Hárið er síðan skafið vel af og hausinn höggvinn í sundur í miðjunni og þurrkaður vel. Hausinn er soðinn í saltvatni þangað til beinin fara að losna. Þá er hann tekinn upp úr og beinin tekin úr. Kjammarnir eru nú pressaðir saman í léttri pressu. Þegar hausinn er orðinn kaldur, er hann skorinn í heldur litla, tígurmyndaða bita. Hveitið er brúnað með smjöri og þynnt út með soðinu af hausnum (það er gott að sjóða ögn af kálmeti með hausnum, til dæmis gulrófur, selerí eða lauk, soðið verður bragðmeira við það; líka má hafa súpujurtir). Þegar sósan er orðin hæfilega þunn, er saltið, piparinn, sósuliturinn, fiskbollurnar, kjötbollurnar og kálfshausbitarnir látnir í hana. Það er allt hitað upp í sósunni. Þegar búið er að taka pottinn ofan er romm látið í. Eggin eru soðin í 10 mínútur, skurnið tekið utan af og hvert egg skorið í 4 parta, langs eptir. Þegar búið er að hella úr pottinum á fatið, eru eggin látin hér og hvar ofan á og rauðan látin snúa upp. Það er bæði gott og fallegt að láta hring utan um af kökum úr smjördeigi. Skjaldbökubróðir er ýmist borðaður sem heitur málamatur eða til miðdegisverðar.

 

Helga er bókavörður á Amtsbókasafninu og heldur utan um hópinn, en í honum getur fólk skipst á sögum um mat og uppskriftum.

Samkvæmt lýsingu hópsins hyggst Helga skoða safnkost safnsins, glugga og garfa í efni sem leynist þar (bæði útlánsbækur og þær sem geymdar eru í geymslum) og reyna að kveikja nýjar hugmyndir um mat og mataruppskriftir með því að setja inn pistla um það bil 2-4 sinnum í mánuði.

Hér má ganga í hópinn, sem er opinn öllum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“