Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landlsiðsins og leikmaður Cardiff verður áfram fjarverandi vegna meiðsla.
Aron hefur ekkert spilað síðan á HM í sumar en hann var byrjaður að æfa með liði Cardiff.
Aron fékk hins vegar högg á æfingu með Cardiff í vikunni og eitthvað er í að hann komi til baka.
,,Aron er ekki klár, hann fékk högg á æfingu í vikunni,“ sagði Neil Warnock stjóri Cardiff.
,,Það voru nokkur högg á æfingu svo það eru leikmenn sem eru tæpir. Ég veit ekki hversu lengi Aron verður frá.“