Liverpool hafði áhuga á að taka upp þáttaseríu með Amazon líkt og Manchester City gerði á síðustu leiktíð.
All or Nothing heimildarþættir Amazon um City vöktu mikla athygli, þar fékk fólk að sjá allt bakvið tjöldin.
Amazon leitaði til Liverpool og félagið hafði áhuga á því að gera svona þætti.
Þegar félagið kom svo að máli við Jugren Klopp, þá breyttist allt. Þýski stjórinn hafði ekki neinn áhuga á myndavélum í sinn klefa.
Hann taldi að leikmenn myndu breytast við það að vera með myndavélar á sér öllum stundum.