fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Valgeir átti þá ósk heitasta að eignast pabba – Þegar þeir hittust varð hann fyrir vonbrigðum – Síðan lágu leiðir þeirra aftur saman fyrir einskæra tilviljun

Auður Ösp
Laugardaginn 22. september 2018 20:20

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Skagfjörð ólst upp föðurlaus og átti sér þá ósk heitasta að eignast pabba. Móðir hans átti við áfengis- og geðræn vandamál að stríða og gengu Valgeir og yngri systkini hans sjálfala. Hann hitti föður sinn fyrst 17 ára gamall en varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hann sleit öll tengsl við hann og vildi ekkert meira af honum vita. Um 22 árum síðar lágu leiðir feðganna saman á ný og það fyrir einskæra tilviljun.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

„Minn kæri sonur“

Sem lítill drengur átti Valgeir sér þá ósk heitasta að eiga föður. Allir strákarnir í hverfinu áttu pabba nema hann. Pabbi Valgeirs bjó í hins vegar í Englandi og þekkti Valgeir hann aðeins í gegnum ljósmyndir og frásagnir héðan og þaðan.

„Ég fann einhvern tímann bréf frá lögfræðingi pabba en þá hafði mamma staðið í málaferlum við hann á sínum tíma og fór fram á meðlagsgreiðslur.“

Dag einn þegar Valgeir var 17 ára tók hann sig til, skrifaði bréf til lögfræðingsins og bað hann um að koma honum í samband við föður sinn. Í kjölfarið skrifaði hann föður sínum bréf.

„Ég var búinn að vera með þennan pabbakomplex í mörg ár, var búinn að heyra aðra tala um hann og var búin að sjá myndir af honum. Ég heyrði sögur um það hvað hann væri mikill snilllingur og stórkostlegur djassmúsíkant, klár á píanó og trompet og út frá því málaði ég hálfgerða helgimynd af honum í hausnum á mér.

Svo gerðist það að hann skrifaði mér til baka og tók þessu afskaplega vel. Hann bjó þá með írskri konu í London og var búinn að eignast með henni tvær dætur. Nokkrum mánuðum síðar, um jólin, skrifaði hann mér annað bréf en af skrifunum af dæma var hann aðeins búinn að fá sér í glas og það var byrjað að losna um tilfinningarnar. Þetta var mjög einlægt og fallegt bréf sem hófst á orðunum „My dear son“ (Minn kæri sonur.) Í bréfinu bauð hann mér síðan koma út og dvelja hjá þeim um tíma.

Foreldrar Valgeirs í London á sjöunda áratug seinustu aldar.

Það varð úr að ég fjárfesti í opnum flugmiða og dreif mig út. Þar sem pabbi var að vinna þegar ég lenti í London þá komu konan hans og stelpurnar þeirra tvær, systur mínar, að sækja mig á Heathrow. Þær lentu þá í vandræðum vegna þess að enginn vissi hvernig ég leit út, það hafði enginn hugsað út í það að senda ljósmynd. Þær þurftu þess vegna að reyna að giska á það hver í farþegahópnum væri 17 ára strákur frá Íslandi. En þegar ég sá þær vissi ég strax hverjar þær voru.“

Stundin þegar Valgeir hitti föður sinn í fyrsta skipti var ekki eins og hann hafði gert sér í hugarlund. „Ég var búinn að ímynda mér þetta dramatíska kvikmyndamóment þar sem við féllumst í faðma í mikilli geðhræringu. Hann beið eftir okkur heima og það fyrsta sem ég tók eftir var að hann var miklu minni en ég. Þetta var voðalega formlegt allt saman. Við tókumst í hendur og heilsuðumst eins og tveir miðaldra menn á fundi. Ég reyndi að halda kúlinu eins og ég gat og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Við fórum svo smátt og smátt að opna okkur fyrir hvor öðrum, ég sagði honum frá lífinu á Íslandi og hann sagði mér sögur frá fyrri tíð.“

Feðgarnir áttu sameiginlegt áhugamál, tónlistina, og Valgeiri var boðið að koma á æfingar með hljómsveit föður síns. „Þegar hann komst að því að ég spilaði á píanó þá spurði hann hvort ég gæti ekki hugsað mér að spila á trommur með hljómsveitinni og ég lét til leiðast. Ég var 17 ára, að verða 18, og þurfti þarna að halda í við þessa reynslubolta eins og ég gat. Þá kom það oft fyrir að pabbi rauk upp og húðskammaði mig þegar ég klúðraði einhverju. Hann gat verið rosalega skapstór.“

Valgeiri brá svo mikið við að sjá þessa nýju hlið á föður sínum að hann ákvað að fljúga aftur heim til Íslands hið snarasta.

„Ég hringdi heim og bað mömmu um að senda símskeyti til mín og ljúga að afi minn væri að deyja og ég yrði koma heim strax. Það gerði hún og ég notaði það sem afsökun til að fara aftur heim. Ég kvaddi með þeim orðum að ég myndi snúa til baka fljótlega en ég var samt búinn að ákveða að ég ætlaði aldrei að koma aftur til baka. Ég vildi ekkert vita af þessu fólki.“

Valgeir sleit þar með öll tengsl við föðurfjölskyldu sína.

„Mér skilst að pabbi hafi alltaf viljað taka þráðinn upp aftur en hans fyrrverandi hafi alltaf sagt honum að „let it go“, gleyma þessu bara. Hún dró úr honum með að hafa samband aftur.“

Næstu tvo áratugi vissi Valgeir ekkert um föður sinn, hvað hann væri að gera eða hvort hann væri yfirhöfuð á lífi.

„Hugurinn leitaði þó til hans nokkrum sinnum. Einhvern tímann um miðjan níunda áratuginn fór ég í leikhúsferð til London. Ég var þarna eitthvað að vafra um borgina og fór þá að velta fyrir hvar pabbi væri og hvernig hann hefði það. En svo varð ekkert meira úr því. Einstaka sinnum hvarflaði þetta svo að mér. Ég vissi svo lítið um þessa ætt mína, þessi 50 prósent af genunum í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“