,,Ég er virkilega ánægður, þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag. Ég hef lært mikið og bætt mig mikið,“ sagði Romelu Lukaku en hann fékk verðlaun fyrir að hafa skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Lukaku gekk í raðir Manchester United fyrir rúmu ári og hefur haldið áfram að skora þar.
,,Ég man eftir fyrsta markinu mínu sem kom gegn Liverpool, þá fann ég það að ég væri orðinn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.“
Lukaku hefur alltaf horft upp til Didier Drogba, þeir voru samherjar hjá Chelsea.
,,Fyrsti leikur minn í deildinni var með Chelsea gegn Norwich, ég kom inn sem varamaður og stóð mig.“
,,Didier Drogba hefur verið hluti af mínum árangri frá fyrsta degi, við tölum saman nánast á hverjum degi.“