Þetta er nú í fimmta sinn sem frumvarpið er lagt fram og hljóta kjósendur að fara taka slíkum áætlunum með fyrirvara. Að minnsta kosti hvað Viðreisn og Sjálfstæðisflokk varðar.
Þessir tveir flokkar mynduðu hryggjarstykkið í hinni skammlífu stjórn sem sat árið 2017 en með þeim dansaði Björt framtíð sem einnig vildi vín í búðir. Ef full alvara væri á bak við þetta þá hefði þetta raungerst fyrir ári.
Staðreyndin er sú að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að áfengi verði selt í búðum og því ekki til vinsælda að láta reyna á þetta fyrir alvöru. Ætla mætti að frumvarpið sé aðeins sett fram til að flagga meintu frjálslyndi í tilraun til að laða að yngri kjósendur.