Stuðningsmenn Manchester United á Íslandi eru margir svekktir vegna þess að leikur liðsins gegn Wolves um helgina verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Stöð2 Sport sem hefur réttinn á ensku úrvalsdeildinni getur aðeins sýnt einn leik klukkan 14:00 á laugardag.
Stöðin hefur kosið að sýna leik Liverpool og Southampton, United og Liverpool eiga lang stærstu stuðningsmannahópana hér á landi.
Á síðustu leiktíð breyttist samningurinn um réttinn en áður voru allir leikir í beinni útsendingu.
Slíkir samningar eru enn í gangi en þar á meðal í Katar, Bandaríkjunum og Kanada.
Stuðningsmenn United á Íslandi geta því ekki séð lið sitt um helgina en svona atvik koma afar sjaldan upp.
Knattspyrnuáhugafólk ætti þó að hafa nóg að gera um helgina enda er dagskráin þétt hjá Stöð2 Sport eins og sjá má hér að neðan.
Leikur United og Wolves verður endursýndur klukkan 16:15.