Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti með nýjan herra upp á arminn í brúðkaup nýlega. Sá heppni heitir Gísli Árnason og starfar sem yfirtextamaður á auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks. Um var að ræða brúðkaup góðvinar Hildar, frumkvöðulsins Ármanns Kojic, og pólskrar eiginkonu hans, Joönnu. Brúðkaupið fór fram á ótilgreindum stað í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum og var Hildur annar veislastjóranna. Fjölmargir þekktir Íslendingar fögnuðu með hinum nýbökuðu hjónum, meðal annars Þorsteinn B. Friðriksson, gjarnan kenndur við Plain Vanilla, og fjárfestirinn Andri Gunnarsson, svo einhverjir séu nefndir.