Katrín Ósk Sveinsdóttir er í námi þar sem hún er að læra um orð sem íslenskir unglingar nota en fullorðið fólk skilur ekki. Í gær bað hún um aðstoð fólks á síðunni Beauty Tips um að segja sér frá slíkum orðum og stóðu viðbrögðin ekki á sér.
„Ég er í skóla og við erum að læra um þetta, en annars var þetta bara forvitni. Mörg af þessum orðum hef ég aldrei heyrt áður,“ segir Katrín í samtali við Bleikt.
Eins og fyrr sagði stóðu viðbrögðin ekki á sér og fékk Katrín heilan helling af orðum sem unglingar í dag nota í daglegu tali sem fullorðið fólk á í erfiðleikum með að skilja. Katrín gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta hluta af orðunum og útskýringar á þeim hér:
- Ekki mölli: Ekki möguleiki
- Fössari: Föstudagur
- Hlella: Hleðslutæki
- FYI: For Your Information
- ASAP: As soon as possible
- Gemmer: Gefðu mér
- Frella: Frétta
- Sry: Sorry
- Grammið: Instagram
- Rolex: Róleg
- Tardi: Þroskaheftur
- Nikkari: Nikotínsjokk
- Rúffið: Þakið
- Hax: Hagstætt
- Letsa: Fara
- Fröllur: Franskar
- Bjöller: Bjór
- Jóló: You only live once
- Mood: eitthvað sem þú tengir við
- Blekaður: Fullur
- Farinn: Mjög fullur
- Sleller: Sleikur
- Deddý: Kynþokkafullur eldri maður
- Blók: Gæi
- E‘ha: Er það
- Keddari: Tómatsósa
- Flalla á Biffanum: Flöskuborð á B5
- Nák: Nákvæmlega
- Illað: Geðveikt
- Lit: Flott
- Silló: Sígarettur
- Bröllur: Brauðstangir
- Kvellari: Kveikjari
- Frullur: Freðinn og fullur
- Kolla: Kokteilsósa
- Orsom: Eða eitthvað
- Nennis: Nenni því ekki
- Yeet: Þegar eitthvað dettur
- Brallari: Brjóstahaldari
- Nöllur: Nærbuxur
- Hrallari: Hraðbanki
- Hurraðu: Drífðu þig
- Gg: Geggjað
- Að vera helluð á pjöllunni: Vera vel drukkin
- Gmt: Gera mig til
- Seim: Sammála
Nú ættu fullorðna fólkið og unglingarnir loksins að geta átt eðlilegar samræður.