fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433

Souness virðist hata Paul Pogba – Gagnrýndi hann líka eftir leikinn í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Graeme Souness knattspyrnusérfræðingur þoli hreinlega ekki Paul Pogba, miðjumann Manchester United.

Souness er manna duglegastur við að gagnrýna Pogba og gerði það einnig eftir 0-3 sigur United á Young Boys í gær.

Þar skoraði Pogba tvö mörk en fyrra mark hans var frábært, miðjumaðurinn frá Frakklandi var fyrirliði United í leiknum.

,,Ef hann vill verða stjarna, þá verður hann að stjórna leikjum og gera þetta eins og alvöru leikmaður. Hann verður að vera stöðugur og vera leiðtogi,“ sagði Souness.

,,Hann er fyrirliði núna og hann verður að breyta viðhorfi sínu, hann þarf að hugsa um fótbolta.“

,,Ég gæti trúað því að hann sé ágætis drengur en ég hugsa oft hvort hann hugsi um fótbolta sem eitthvað grín.“

,,Ég efast oft um að hann æfi vel, það er það sem hann getur bætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands

Sádarnir stórhuga – Ein stjarna að detta inn fyrir dyrnar og nú er horft til Englands
433Sport
Í gær

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun