Finnar völdu Ísland sem samstarfsaðila
Finnar völdu Ísland sem samstarfsaðila á EM í körfubolta á næsta ári. Vísir segist hafa heimildir fyrir þessu en ákvörðunin verður tilkynnt síðar í dag. Liðið spilar því leiki sína í Helskinki eins og vonir stóðu til. Ein önnur þjóð kom til greina af hálfu Finna.
Hinir möguleikarnir voru að Ísland spilaði leiki sína í Istanbúl í Tyrklandi eða Tel Aviv í Ísrael. Þannig háttar til að karlalandsliðið í fótbolta mun spila leik gegn Finnum í undankeppni HM 2018. Sá leikur fer fram 2. september en KKÍ ætlar að reyna að láta Ísland spila sama dag í körfunni. Þannig geti áhorfendur séð báða leikina.