Memphis Depay kantmaður Lyon er mættur aftur til Manchester en nú til að mæta Manchester City í Meistaradeildinni.
Depay gekk í gegnum eitt og hálft ár hjá Manchester United, þar gengur hlutirnir ekki vel.
Eitthvað hefur gerst á milli hans og Louis van Gaal sem keypti hans til félagsins.
,,Ég hitti Van Gaal um daginn og við ræddum hlutina ekkert, það gerðust hlutir sem ég mun ekki segja ykkur,“ sagði Depay.
,,Þegar ég skrifa bók þá kemur þetta kannski, það voru samskipti sem gengur ekki vel, það hafði áhrif á hvernig hlutirnir fóru.“
Jose Mourinho kom svo til félagsins og hann seldi Depay til Lyon, þar hefur hann sprungið út.
,,Ég tala enn við leikmenn United, ég óska þeim alls hins besta. Manchester er áfram rauð borg.“