Vanalega auglýsa einstaklingar þjónustu sína með því að vísa til hversu duglegir og klárir þeir eru, henda jafnvel meðmælum með og í Vernharðs tilviki tölum yfir seldar eignir. Vernharð henti hins vegar í heillangar pælingar og mynd af golfvelli.
„Jæja, nú er ég að spá í að henda út nýjum flyer. Venjan er að reyna að sannfæra fólk um hversu duglegur, krafmikill, góður og heiðarlegur fasteignasali maður sé eða að maður sé með fulla vasa af kaupendum sem séu með fulla vasa af peningum. Ég ákvað að fara mína eigin leið.“