Umboðsmaður Mesut Özil er allt annað en sáttur með Thomas Muller, Manuel Neuer og Toni Kroos.
Þessir þrír hafa ekki tekið upp hanskann fyrir Mesut Özil eftir að hann hætti að spila með þýska landsliðinu.
Özil hætti að leika með þýska landsliðinu vegna gagnrýi sem hann fékk í sinn garð, gagnrýnin snérist um mynd af Özil og Erdogan, forseta Tyrklands.
Özil á ættir að rekja til Tyrklands og sakaði hann þýska sambandið nánast um fordóma í garð uppruna hans.
,,Neuer sakaði Mesut um að hafa ekki verið stoltir í þýsku treyjunni, það er óafsakanlegt,“ sagði Erkut Sogut umboðsmaður Özil.
,,Muller sildi ekki um hvað þetta væri og Kroos sem er reyndur leikmaður, sagði að þetta væri bull. Hann þarf að útskýra orð sinn.“
,,Þeir eru annaðhvort barnalegir eða vitlausir.“