Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir tekur þátt í heimsmeistaramóti ungra konditora (undir 25 ára) sem haldin verður í München dagana 19. – 20. september.
Sigrún Ella Sigurðardóttir, þjálfari er henni innan handar en báðar eru þær menntaðir konditorar.
Keppnin er haldin í annað sinn, en síðast vann keppandi frá Taiwan og fer keppnin fram á hátíðinni IBA sem er stærsta bakarasýning í heimi. Hægt er að fræðast um hátíðina hér.
Um 80.000 manns koma til að skoða og fylgjast með en keppt er í tvo daga og það sem keppendur þurfa að gera og leggja fram eru:
4 tegundir af konfekti
2 tertur sem eiga að vera skreyttar með súkkulaðiskrauti
6 dessertdiskar
4 diskar af marzipanfígúrum sem þurfa allar að vera eins
og að lokum sykurskúlptúr
Keppendur koma frá sjö löndum: Taiwan, Noregi, Þýskalandi, Kína, Japan, Íslandi og Brasilíu, sem sendir tvo keppendur.
Æfingar hafa staðið yfir síðan í vor og á þeim tíma hafa þær Hrafnhildur og Sigrún fullkomnað réttina sína og haft þemað Náttúru að leiðarljósi.
Hér má eftirréttinn þeirra en þær velja vörur á borð við súrmjólk, rjóma, mysu og smjör sem hráefni.