Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United hefur ekki neina einustu trú á því að hans gamla félag vinni Meistaradeild Evrópu.
Þessi stærsta keppni félagsliða fer af stað í kvöld en Rio var í liði United árið 2008 þegar liðið vann keppnina síðast.
United féll úr leik í 16 liða úrslitum á síðustu leiktíð og Ferdinand segir félagið ekki eiga séns í ár.
,,Vörnin er ekki nógu góð og verður það ekki, þeir geta ekki unnið Meistaradeildina,“ sagði Ferdinand.
,,Þeir hafa ekki fengið neinn inn, þeir eru með Superman (De Gea) í markinu. Ef hann væri ekki í markinu, þá veit ég ekki hvað hefði gerst síðustu fjögur ár. Þeir sem eru fyrir framan hann eru ekki með neinn stöðuleika.“
,,Þú getur ekki byggt vörn í kringum menn sem þú getur ekki treyst.“
,,Hefur Lindelöf virkað? Nei, hefur Bailly virkað? Nei, Smalling og Jones hafa ekki náð flugi. Miðað við það sem maður hélt að yrði með þá.“