fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

10 reglur Hildar Eirar á Facebook – „Láttu þér þykja vænt um fólk áður en þú kommentar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 19:00

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og umsjónarmaður þáttarins Milli himins og jarðar á N4, hefur vakið athygli fyrir einlæga pistla sína á hildureir.is.

Í einum þeirra skrifar hún 10 reglur á Facebook og mættu sem flestir tileinka sér viðkomandi reglur.

10 reglur á Facebook:

  1. Ef þú hefur ekki húmor þá er líklega betra að vera á Instagram en Facebook.
  2. Ekki taka færslu annarra í gíslingu. Ef þér finnst einhver færsla alveg rosalega fyndin þá er oft nóg að læka eða setja broskall nema þú þekkir viðkomandi það vel að þú getir skotið á hann, vitandi hvar mörkin liggja.
  3. Oft er gott að lesa færslur, alveg til enda.
  4. Ekki tala um eiganda færslunnar í þriðju persónu á hans eigin þræði, það er hrikalega krípí.
  5. Stundum er gott að skoða hvort líkur séu á að eigandi færslunnar muni einhvern tíma eiga samleið með manni í skoðunum áður en lyklaborðið er mundað, stundum veit maður að gildismat er svo ólíkt að rökræður verða bara eins og að klóra sér í exemi.
  6. Stundum má skrolla niður fréttaveitu án þess að kommenta.
  7. Það eru allar líkur á því að þú munir einhvern tíma mæta þeim sem þú ræðir við á Facebook í holdi og blóði, við búum nefnilega á eyju.
  8. Ekki vanda um fyrir öðru fullorðnu fólki á Facebook, það er eins og að lána viðkomandi gyllinæð.
  9. Ekki móðgast ef fólk svarar þér af festu, þýðir nefnilega að það tekur mark á þér.
  10. Láttu þér þykja vænt um fólk áður en þú kommentar, það þýðir að þú getur bæði leyft þér að vera fyndinn og beittur án þess að meiða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“