fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Skrítipönksveitin Skátar með tónleika ásamt Bagdad Brothers og Man Kind

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Skátar heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í rúm 5 ár í kvöld  á Húrra ásamt tveim mest upprennnandi rokksveitum Reykjavíkur, Bagdad Brothers og Man Kind. 

Skátar lögðu upp laupanna árið 2009 eftir að hafa gefið út tvær breiðskífur, eina þröngskífu og eina sjötommu.  Skátar vöktu athygli fyrir hressilega sviðframkomu, búninga, agressífa en dansvæna rokktónlist sína sem ýmsir stílar mættust.  Skátum var gjarnan líkt við sveitir á borð við Þeyr, Captain Beefheart, Pavement, Mogwai, Black Sabbath, Frank Zappa, Pixies og svo framvegis.

Hljómsveitin fór sínar leiðir og vakti athygli fjölmiðla á borð við BBC, XFM London, KEXP, Rolling Stone, Drowned In Sound og fleiri.   Í dag skipa Skáta þeir Sturla Sigurðsson á bassa, Pétur Már Guðmundsson á trommur, Markús Bjarnason söngvari og hljómborð, Óðinn Dagur Bjarnason og Benedikt Reynisson sem spila á gítara.

Bagdad Brothers hafa vakið verðskuldaða athygli með þröngskíifu sinni Jæja! sem kom út á vormánuðum.    Textar þeirra eru hnyttnir og tónlistin er beygð og angurvær rokktónlist þar sem andar Ariel Pink, Mac Demarco og fleiri svífa yfir vötnum.

Man Kind er glæný á nálinni og um ræðir framsækna rokksveit með meðlimum Grísalappalísu, Brattrar brekku, Dead Herring og Skáta innannborðs.  Þetta eru fjórðu tónleikar sveitarinnar og vöktu þau mikla athygli á Norðanpaunk nýverið og er alvöru sveit hér á ferð.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar 1.000 krónur inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað