Páll Rafnar Þorsteinsson doktor í heimsspeki hyggst flytja sig um set og hefur sett fasteign sína í Garðastræti á sölu.
Eignin er glæsileg og í hjarta miðbæjarins með fallegu útsýni. Íbúðin er þriggja herbergja Sigvaldahæð á efstu hæð.
Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge-háskóla og meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA-gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Hann var aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherratíð hennar, auk þess sem hann starfaði sem forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst við kennslu og stjórnun og sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM. Þá hefur hann unnið að rannsóknum og við ritstörf á sviði alþjóðastjórnmála og stjórnmálaheimspeki fyrir hugveitur í Bretlandi.
Páll Rafnar er sonur Þorsteins Pálssonar fyrrum ráðherra og alþingismanns og Ingibjargar Þórunn Rafnar hæstaréttarlögmanns, hún lést 2011.
Áhugasamir geta kynnt sér eignina hér, en opið hús er í dag.