fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
FókusKynning

Hvert fer fitan þegar við léttumst?

Þú grípur andann á lofti þegar þú heyrir svarið

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 23. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem hafa stigið á hlaupabretti til þess að hamast þar eins og ofvirkir hamstrar hljóta að hafa leitt hugann að einni ágengri spurningu. Hvert fer fitan? Eins og flestir eru meðvitaðir um þá tekur lýsið talsvert pláss og þegar við drögumst smátt og smátt saman þökk sé hreyfingu eða heilbrigðari lífstíl þá hlýtur þríglýseríð að fara eitthvert. Lekur fitan út sem sviti eða hleðst hún upp í skottinu til þess eins að losna úr læðingi sem söguleg frussuskita?

Ekkert af þessu er rétt og ef að þú, lesandi góður, hefur ekki hugmynd þá þarftu ekki að skammast þín. Samkvæmt frétt Mirror vita margir sérfræðingar ekki einu sinni svarið.

Niðurstaðan er sú að við öndum stærstum hluta fitunni frá okkur. Sem vissulega hljómar talsvert verr en átta tíma kaffiþambs andremma. Árið 2014 birtist lærð grein um þetta í British Medical Journal sem lesendur geta kynnt sér.

Einfaldari útgáfa leit hinsvegar dagsins ljós þegar líffræðingar við Háskólann í Nýja Suður Wales í Ástralíu framkvæmdu nýlega rannsókn sem leiddi til þess að einföld formúla leit dagsins ljós. Fyrir hvert kíló af fitu sem að einstaklingur „brennir“ þá andar hann frá sér um 800 grömmum en 200 grömm umbreytast í vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb