Poppstjarna berar sig í auglýsingu í nafni lýðræðisins
Kvenmannsbrjóst hafa í gegnum tíðina verið notuð í margvíslegum tilgangi í auglýsingum.
Það má þó eiginlega segja að poppstjörnunni Katy Perry hafi tekist að færa nekt í söluskyni á nýjan stall þegar hún birtist kviknakin í auglýsingu í vikunni.
Tilgangurinn er að hvetja samlanda sína til að skrá sig og mæta á kjörstað þegar kosið verður um nýjan forseta þann 8 nóvember næstkomandi. Katy hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við forsetaefni demókrataflokksins, Hillary Clinton.
Katy notar þannig eigin líkama sem smelludólg, með því markmiði að bjarga heiminum eins og hún sjálf orðar það.
Ástæðan fyrir nektinni er einföld. Katy segist gera sér fulla grein fyrir því að töluvert fleiri horfi á myndbandið ef hún er nakin.
Today, on #VoterRegistrationDay, I, @funnyordie and @rockthevote invite you to… #IRegistered pic.twitter.com/6kscHoRa0k
— KATY PERRY (@katyperry) September 27, 2016