Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, heimtar að leikmenn liðsins tali ensku á æfingasvæðinu og í búningsklefanum.
Emery hefur sjálfur ekki náð frábærum tökum á ensku en hann tók aðeins við Arsenal í sumar.
Emery hefur notað túlk af og til síðan hann tók við sem hefur hjálpað honum að ná til leikmanna liðsins.
Flestir leikmenn Arsenal eru með ágætis tök á ensku en sumir leikmenn kjósa frekar að tjá sig á móðurmálinu.
Samkvæmt enskum miðlum viðð Emery breyta því og hefur sett þá reglu að leikmenn reyni að tala ensku sín á milli.
Emery ræðir við leikmenn einn á einn á því tungumáli sem hentar en vill ekki að leikmenn noti sömu aðferð.