Romelu Lukaku, leikmaður Manchester United, segir að hann hafi ekkert á móti því að taka við gagnrýni.
Lukaku ræddi einnig um samband sitt við Jose Mourinho og er hann aðdáandi Portúgalans.
,,Stundum erum við fótboltamennirnir of viðkvæmir,“ sagði Lukaku í samtali við the Mirror.
,,Ef ég hlusta á leikmenn sem spiluðu í gamla daga og svo í dag, þjálfarar geta ekki sagt það sem þeir vilja því þér líður eins og það sé verið að ráðast á þig.“
,,Mér líður þó ekki þannig því ég er eins og ég er. Ég er harður af mér og kem frá þannig bakgrunni.“
,,Samband mitt við Mourinho er í lagi. Hann lætur mig og aðra leikmenn hlæja. Hann er fjölskyldumaður.“