Það er mikið rætt um hver verður knattspyrnustjóri Manchester United á næstu leiktíð ef Jose Mourinho stígur til hliðar.
Óvíst er hvort Mourinho sé ánægður hjá félaginu og eru þá nokkrir í stjórninni óánægðir með hans störf.
Nuno Santo, stjóri Wolves, hefur verið orðaður við starfið en hann var spurður út í það í dag.
,,Þið þekkið mig. Ég vil ekki tala um þetta. Þetta skilar skilar engum tilgangi,“ sagði Nuno við blaðamenn.
,,Þetta er ekki tíminn til að einu sinni hugsa um þetta. Ég hugsa ekki um þetta. Ég hundsa þetta algjörlega.“