fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

5 ríkir og frægir Íslendingar – Svona búa þau

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægð fylgir ekki alltaf peningum ekki frekar en að peningum fylgi frægð, á það sérstaklega við hér á landi. Það gerist þó oft og eiga margir þekktir einstaklingar nóg af peningum. DV tók saman nokkra fræga sem eru ekki á flæðiskeri staddir.

 

 

Gunnar Nelson: Kleifarvegur 6, Reykjavík
Bardagakappinn Gunnar Nelson hóf ferilinn í karate þrettán ára gamall og vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla. Sautján ára sagði hann skilið við karate og hóf að keppa í brasilísku jiu jitsu og glímu. Eftir það lá leiðin í blandaðar bardagalistir, MMA.

Gunnar var einn af þeim sem komu að stofnun bardagafélagsins Mjölnis árið 2005 en til að byrja með voru þetta aðeins nokkrir strákar að leika sér í æfingasal karatefélagsins Þórshamars. Vöxturinn hefur hins vegar verið ævintýralegur síðan þá og félagið sífellt sprengt utan af sér húsnæði. Nú er félagið til húsa í Öskjuhlíðinni og iðkendur eru um 1.600 talsins.

Helsta ástæða fyrir þessum vexti eru almennar vinsældir blandaðra bardagalista og ekki síður árangur Gunnars á atvinnumannamótum og tengsl félagsins við heimsmeistarann írska, Conor McGregor.

Faðir Gunnars, Haraldur Dean, hefur starfað sem framkvæmdastjóri Mjölnis og byggt félagið upp með Gunnari og félögum. Gunnar sjálfur er stjórnarformaður og á 27 prósenta hlut í félaginu. Hann býr við Kleifarveg í Laugardalnum.

Austurkór 117. Ljósmynd: DV/Hanna.

Hafþór Júlíus Björnsson: Austurkór 117, Kópavogur 
Hafþóri hefur gengið flest í haginn í Jötunheimum og hefur fest sig í sessi sem einn þekktasti aflraunamaður heims. Hann tryggði sér titilinn sterkasti maður Evrópu í apríl í fyrra en varð að gera sér silfrið að góðu í keppninni um nafnbótina Sterkasti maður heims. Hafþór hefur tekið að sér fjölmörg hlutverk í auglýsingum en hann er frægastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu Game of Thrones.

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus hefur verið mikið í fréttum, hefur hann verið sakaður um heimilisofbeldi en því hefur hann neitað staðfastlega. Hann hikar ekki við að eyða peningum í ástvini sína, til að mynda gaf hann kærustu sinni glænýjan Range Rover-jeppa, en þeir kosta dágóðan skilding.

Fossagata 6. Ljósmynd: DV/Hanna.

Hrefna Sætran: Fossagata 6, Skerjafjörður
Fyrrverandi landsliðskokkurinn Hrefna Sætran hefur gert það gott síðan hún opnaði sinn fyrsta veitingastað, Fiskmarkaðinn, árið 2007. Í hverfulum heimi veitingareksturs hafa staðir hennar skilað miklum hagnaði ár frá ári en hún opnaði Grillmarkaðinn árið 2011 og Skelfiskmarkaðinn í ár. Auk þess rekur hún krána Skúla Craftbar.

Í viðtali við DV árið 2017 sagði hún að tíminn eftir bankahrunið hafi verið yfirstíganlegur en að eldgosið í Eyjafjallajökli og meðfylgjandi hrun í ferðamannaiðnaðinum hafi reynst áskorun.

Undanfarin ár hafa Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn skilað í kringum 200 milljóna króna hagnaði á meðan margir aðrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur dansa limbó í kringum núllið eða eru reknir með tapi. Hrefna á helmingshlut í Fiskmarkaðinum og Fiskmarkaðurinn á sextíu prósenta hlut í Grillmarkaðinum.

Hrefna býr í Skerjafirðinum í húsi sem hún hefur lýst sem draumahúsi sínu. Eiginmaður hennar er Björn Árnason ljósmyndari. Hrefna hefur tekið virkan þátt í góðgerðarmálum í gegnum tíðina og meðal annars gert sérstaka góðgerðarpítsu í samstarfi við Domino’s þar sem ágóðinn hefur runnið óskiptur til félagasamtaka.

Bauganes 22. Ljósmynd: DV/Hanna.

Magnús Scheving: Bauganes 22, Reykjavík
Magnús er íþrótta- og athafnamaður sem hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir baráttu sína fyrir að efla hreyfingu og bæta mataræði barna.

Hann er margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í þolfimi og var valinn íþróttamaður ársins 1994. Í kjölfarið skrifaði hann og lék í leikritinu Latabæ sem vakti mikla athygli hér á landi. Hann hélt áfram að vinna með verkefnið sem endaði sem sjónvarpsþættir fyrir börn um allan heim. Árið 2010 reyndi hann svo fyrir sér í Hollywood án árangurs.
Magnús skildi við Ragnheiði Melsted árið 2014, þau eiga tvö börn. Fyrir á hann eina dóttur. Í dag er hann í sambandi með Hrefnu Björk Sverrisdóttur, sem hann kynntist við gerð sjónvarpsþáttanna um Latabæ.

Þingasel 6. Ljósmynd: DV/Hanna.

Steingrímur J. Sigfússon: Þingasel 6, Breiðholt
Steingrímur hefur verið höfuðborgarbúi frá því hann settist á þing fyrir 35 árum. Sem forseti þingsins er hann með rúmlega 1,8 milljónir króna í laun á mánuði. Ofan á það bætast svo ýmsar greiðslur á borð við húsnæðis- og dvalarkostnað sem ætlaðar eru þingmönnum landsbyggðarinnar og ferðakostnað, bæði innanlands og utan. Einnig fær hann greiddan starfskostnað, gistikostnað, símakostnað og dagpeninga.

Inn í þessu eru ekki tölur um ferðakostnað í og úr vinnu en sem forseti Alþingis hefur hann aðgang að bíl og bílstjóra á vegum þingsins.

Þess má geta að aukagreiðslur til þingmanna eru ákvarðaðar af forsætisnefnd Alþingis þar sem Steingrímur fer með formennsku. Þegar Steingrímur lætur af störfum má búast við því að hann verði með ein myndarlegustu eftirlaun á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að verða ódauðlegur á málverki sem hengt verður upp í sölum þingsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram