fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Midgard hefst í Laugardalshöll á laugardag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. september 2018 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn hefst viðburður sem á sér ekki fordæmi á Íslandi, ráðstefna fyrir „nördisma“ af öllu tagi. Ber hún nafnið Midgard og er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Slíkar ráðstefnur þekkjast víða um heim og nú gefst Íslendingum tækifæri á að sjá alls kyns viðburði og taka þátt í keppnum. Ráðstefnunni lýkur á sunnudag.

Þekktir erlendir gestir munu koma fram. Má meðal annars nefna Youtube stjörnurnar Tom Vasel og Zee Garcia frá rásinni The Dice Tower sem fjalla um borðspil. Munu þeir einnig grípa í nokkur spil með aðdáendum.

Einnig má nefna myndhöggvarann Brian Muir, sem hannaði búning Darth Vader og fleiri úr Star Wars seríunni, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóra og raddleikarann Nick Jameson sem hefur talaði inn á fjölda teiknimynda og tölvuleikja.

Það verður einnig margt annað fyrir ráðstefnugesti að gera og sjá. Til dæmis víkingabardagar, borðspilamót, listasýningar, kennsla og cosplay-keppni. Hugleikur Dagsson lýkur ráðstefnunni á sunnudagskvöld með uppistandi. Það ættu því allir sem hafa eitthvað „nördaáhugamál“ að finna eitthvað við sitt hæfi á Midgard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 dögum

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“

Svali lítur til baka á kostina og gallana við að flytja til Tenerife – „Að læra að sigrast á aðstæðum annars staðar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar