Í dag kom út platan Ahoy! Side A sem er fyrsti hlutinn af nýju verki sem heitir Ahoy. Platan inniheldur fimm ný lög og fjögur eldri í nýjum búningi.
Platan er saga um sársauka, hræðslu, falleg sambönd við náttúruna og baráttu manneskjunnar.
Með Svavari Knúti á plötunni spila: Bassi Ólafsson trommur, Örn Ýmir Arason bassi, Daníel Helgason gítar og Steingrímur Teague á píanó, ásamt Svavari sjálfum.