fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Er hann heppnasti maður í heimi? – Hefur unnið stóran vinning í lottói 14 sinnum

Pressan
Laugardaginn 21. október 2023 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga dreymir um að vinna í lottóinu en fæstir vinna, að minnsta kosti ekki upphæðir sem skipta einhverju máli. Það verða því yfirleitt lítið annað en draumar um frí eða nýtt hús sem fólk getur ornað sér við. En Stefan Mandel, rúmenskur hagfræðingur, lét draumana ekki nægja og þróaði sína eigin formúlu til að finna vinningstölurnar í lottói. Formúlan virðist virka ágætlega því hann hefur 14 sinnum unnið stóra vinninga í lottói.

Hann fann snjalla leið til að vinna í lottói til að geta hafið nýtt líf en hann var orðinn þreyttur á endalausu basli. Hann þróaði því formúluna sem gerði honum kleift að vinna í lottói á löglegan hátt á þeim tíma.

Hann lá dögum saman yfir stærðfræðikenningum og eftir margra ára rannsóknir bjó hann til algóriþma sem valdi tölurnar sem hann veðjaði á. Algóriþminn var byggður á aðferð sem hann nefnir „breytanlega samþjöppun“.

The Hustle skýrir frá þessu.

Mandel staðhæfði að hann gæti spáð nákvæmlega fyrir um fimm af sex vinningstölum. Það minnkar mögulegar samsetningar vinningstalna í lottói úr milljónum í nokkur þúsund. Hann fékk vini sína til liðs við sig og keyptu þeir mikið af lottómiðum. Tölurnar sem þeir völdu voru þær sem formúlan hans sagði að væru líklegastar til að skila vinningi. Og viti menn, þeir unnu fyrsta vinning.

Vinningsupphæðin var sem nemur um 2,2 milljónum íslenskra króna. Þegar allur kostnaður hafði verið greiddur stóð Mandel eftir með sem nemur um 440.000 íslenskum krónum. Það nægði til að hann gæti flutt frá Rúmeníu og hafið nýtt líf.

Hann sannfærði hóp fjárfesta um leggja í púkk og vinna saman á grunni snjalls kerfis þar sem tölvur fylla út lottómiða og nota sjálfkrafa allar hugsanlegar samsetningar. Hópurinn fékk stóra vinninginn 12 sinnum og mikið af smærri vinningum í lottóum í Ástralíu og Bretlandi. Það þarf ekki að koma á óvart að lottófyrirtækin komust að hvað mennirnir voru að gera og breyttu reglum sínum til að spyrna við fótunum. Þannig var bannað að nota tölvuútfyllta miða og kaupa mikið af miðum í einu. Þetta var fyrir tíma internetsins og sölu lottómiða á því.

Mandel var viðbúinn þessu og var með aðra áætlun. Hann notaði ágóðann sinn til að fylgjast með lottóum víða um Bandaríkin til að geta ákveðið hvar hann ætti að láta til skara skríða þar í landi. Virginía varð fyrir valinu vegna þess að þar eru tölurnar frá 1 upp í 44 sem þýðir að hugsanlegar talnasamsetningar eru mun færri en í öðrum ríkjum. Það eykur líkurnar á að vinna. Hann stofnaði fyrirtæki, Pacific Financial Resources, og fékk fjárfesta til að setja mikið fé í fyrirtækið. Hann réði 16 manns í vinnu og í vöruskemmu í Melbourne í Ástralíu voru milljónir lottómiða prentaðir út. Þetta skilaði fyrsta vinningi og fullt af smærri vinningum.

En græðgin verður fólki oft að falli og það á við um Mandel. Hann bjó til lottókerfi til að nota á Gíbraltar en það endaði illa og varð hann gjaldþrota 1995. Hann var síðan dæmdur í 20 mánaða fangelsi í Ísrael fyrir fjársvik.

Eftir að upp komst um aðferðir Mandel voru slíkar aðferðir bannaðar í öllum ríkjum Bandaríkjanna.

Þessi grein birtist áður 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys