fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Van Dijk hringdi strax í liðsfélaga sinn á FaceTime

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segist vera mjög stoltur af því að vera fyrirliði hollenska landsliðsins.

Liverpool er nú með þrjá landsliðsfyrirliða í vörninni en þeir Joe Gomez, Van Dijk og Andy Robertson þekkja það að bera bandið. Gomez var fyrirliði U21 landsliðs Englands og Robertson var á dögunum gerður að fyrirliða Skotlands.

Van Dijk var ekki lengi að óska samherja sínum til hamingju og hafði samband um leið í gegnum FaceTime.

,,Þetta er eitthvað mjög sérstakt, ekki bara fyrir þig heldur fyrir þína fjölskyldu og alla þá vinnu sem þú hefur lagt í verkefnið frá fyrsta degi,“ sagði Van Dijk.

,,Þetta er einn mesti heiður sem þú getur fengið á ferlinum, að vera fyrirliði þjóðarinnar.“

,,Þegar ég sá að Robbo var gerður að fyrirliða Skotlands þá var ég mjög ánægður fyrir hans hönd. Ég hringdi í hann í gegnum FaceTime og óskaði honum til hamingju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
433Sport
Í gær

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina
433Sport
Í gær

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi

Eyþór Wöhler og KR rifta samningi