Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segist vera mjög stoltur af því að vera fyrirliði hollenska landsliðsins.
Liverpool er nú með þrjá landsliðsfyrirliða í vörninni en þeir Joe Gomez, Van Dijk og Andy Robertson þekkja það að bera bandið. Gomez var fyrirliði U21 landsliðs Englands og Robertson var á dögunum gerður að fyrirliða Skotlands.
Van Dijk var ekki lengi að óska samherja sínum til hamingju og hafði samband um leið í gegnum FaceTime.
,,Þetta er eitthvað mjög sérstakt, ekki bara fyrir þig heldur fyrir þína fjölskyldu og alla þá vinnu sem þú hefur lagt í verkefnið frá fyrsta degi,“ sagði Van Dijk.
,,Þetta er einn mesti heiður sem þú getur fengið á ferlinum, að vera fyrirliði þjóðarinnar.“
,,Þegar ég sá að Robbo var gerður að fyrirliða Skotlands þá var ég mjög ánægður fyrir hans hönd. Ég hringdi í hann í gegnum FaceTime og óskaði honum til hamingju.“