fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Svartlyng er sótsvartur gamanleikur – ,,Fyrirgefðu… ég verð bara alltaf svo graður þegar allt er að ganga upp”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartlyng er sótsvartur hvítþveginn  gamanleikur eftir Guðmund Brynjólfsson sem verður frumsýndur í Tjarnarbíó föstudaginn 21. september kl. 20. Verkið er í samstarfi við Tjarnarbíó og er leikstýrt af Bergi Ingólfssyni.

Í Lagadeild Háskóla Íslands er þrískipting valdsins útskýrð með þessum hætti: „Svartlyng-ættin á dómstólana, Svartlyng-ættin á stjórnarráðið og Svartlyng-ættin á löggjafarþingið.“ Hinu er sleppt, að Flokkurinn mannar öll embætti í nafni Svartlyngs-ættarinnar enda á hún Flokkinn.Þegar dregur til tíðinda í stjórnarráðinu og ríkisstjórn Svartlynga riðar til falls ákveður hæstvirtur ráðherra Hermann Svartlyng að ráða til sín gluggaþvottamann til að sýna að það er jú allt uppi á borðum og allt gjörsamlega gegnsætt í  ráðuneytinu sem hann stýrir.

En það er ekki nóg – til að tryggja að spillingin nái ekki að brjótast upp á yfirborðið verða hausar og hendur að fjúka – því Svartlyngættin passar upp á sitt … en ekki sína.

Svartlyng er glænýr sprenghlægilegur og blóðugur íslenskur farsi.

Svartlyng er fimmta verk GRAL en leikhópurinn hefur áður sett upp 21 manns saknað, Grímuverðlaunaverkið Með horn á höfði, Endalok alheimsins og Eiðurinn og eitthvað eftir Guðberg Bergsson.

Höfundur: Guðmundur Brynjólfsson; leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson; leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Benedikt Gröndal, Thor Tulinius, Emilía Bergsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir; leikmynda- og búningahönnun:  Eva Vala Guðjónsdóttir; ljósahönnun:  Magnús Arnar Sigurðsson og Hafliði Emil Barðason; sviðshreyfingar:  Valgerður Rúnarsdóttir; framkvæmdastjórn: Sólveig Guðmundsóttir; kynningarmál: Alexía Björg Jóhannesdóttir; sviðstjórn: Hafliði Emil Barðason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“