fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Kasparov ósáttur við Foxx og Haas

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 12. október 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skáksnillingurinn Garry Kasparov gagnrýnir leikarana Jamie Foxx og Lukas Haas harðlega fyrir að leggja lag sitt við forseta Venesúela, Nicolas Maduro, sem hann kallar alræmdan. Leikararnir brugðu sér í heimsókn til Venesúela og myndir birtust af þeim með forsetanum og eiginkonu hans.

Ástandið í landinu er ekki gott, fátækt er útbreidd, efnahagur landsins er í molum, glæpatíðni er talin ein sú hæsta í heimi, morð eru daglegt brauð og pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru fangelsaðir. Í bréfi til leikaranna minnir Kasparov á allt þetta og segir að ástæða sé til að ætla að heimsókn leikaranna tengist viðskiptum. Hann segir þá skulda aðdáendum sínum um allan heim skýringar á heimsókninni. Kasparov skrifaði bréfið í nafni mannréttindasamtakanna HRF (Human Rights Foundation), sem hann er í forsvari fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman