Ófrýnilegur uppvakningur barði á rúðuna – Maður á leið í gleðskap eða hróp á hjálp?
FJölbreyttar bloðfennur hafa sett svip sinn á kosningarvöku RÚV það sem af er nóttunni. Eins og DV greindi frá ruddist ungur maður inn í viðtal RÚV við Kristján Þór Júlíusson og hrópaði ókvæðisorð í tengslum við fyrstu tölur kosninganna.
Nokkru síðar var skipt yfir í beina útsendingu frá Café París þar sem hljómsveiting Ylfa steig á stokk og song nokkra hugljúfa tóna. Taktfastir skellir settu þó sinn svip á flutninginn en ófrýnilegur uppvakningur lamdi á rúðu veitingastaðarins í sífellu á meðan tvíeykið söng. Fjölmörg teiti eru um allt land í nótt þar sem Hrekkjavökunni er fagnað og líklega var uppvakningurinn á leið í slíkan gleðskap. Blaðamaður vonar hinsvegar að ekki hafi verið um örvæntingafullt hróp á hjálp að ræða.