fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Fæddi andvana barn nokkrum klukkustundum eftir að ljósmóðir sendi hana heim með verkjalyf

Trúir því að hægt hefði verið að bjarga Ellu

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 11. október 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harmþrungnar ljósmyndir sem sýna niðurbrotna foreldra halda á dóttur sinni sem fæddist andvana hafa vakið mikla athygli á Bretlandi síðustu daga. Foreldar stúlkunnar sem lögsóttu sjúkrahúsið fyrir vanrækslu, eftir að barnið lést, fengu í gær greiddar bætur frá spítalanum. Móðirin biðlar til verðandi mæðra að hlusta á líkama sína í stað þess að treysta alfarið á fagþekkingu lækna og hjúkrunarfræðinga.

Skyndilegir verkir

Þann 21 desember 2013, fékk Angela Owens, sem var þá gengin 6 daga framyfir með sitt annað barn, skyndilega sára verki í magann en hún var í verslunarleiðangri þegar verkirnir byrjuðu.

Angela. sem er búsett í Chesire á Bretlandi, fór beint upp á sjúkrahús þar sem ljósmóðir skoðaði hana og vildi í framhaldinu senda hana heim.

Angela neitaði að fara heim og eftir nokkra bið var henni fylgt inn á fæðingarstofu þar sem hún átti að bíða þess að fæðingin færi af stað. Nokkru síðar var hún skoðuð aftur en þá kom í ljós að enginn hjartsláttur fannst hjá barninu.

Angela trúir því að hægt hefði verið að bjarga barninu, sem fæddist andvana, ef eitthvað hefði verið aðhafst fyrr í málinu. Stúlkan fékk nafnið Ella en foreldrar hennar fengu aðeins nokkrar klukkustundir með dóttur sinni áður en hún var tekin frá þeim, í stað þess að fá að eyða lífinu með henni.

Barðist fyrri réttlætinu

Líkt og áður segir fengu hjónin greiddar bætur frá sjúkrahúsinu í gær vegna málsins en í tilkynningu frá Angelu segir:

„Ég treysti starfsfólki spítalans fullkomlega fyrir því að við Ella værum öruggar í þeirra höndum. Þau brugðust hinsvegar trausti okkar. Ég hef barist fyrir réttlætinu og ég vona að þetta verði til þess að verklag verði yfirfarið og sambærileg mistök gerist aldrei aftur. Ekkert breytir því sem gerðist fyrir mína fjölskyldu en ég vil gera allt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.“

Boðin verkjalyf

Líkt og áður segir var Angela í verslunarleiðangri þegar hún fékk gríðarlega verki sem hún segir í samtali við Daily Mail að eigi ekkert skylt við fæðingarhríðir.

Mynd: Myndir úr einkasafni

Ljósmóðirin sem skoðaði Angelu ráðlagði henni að fara heim, hvíla sig og taka Paratabs. Þegar Angela neitaði harðlega var henni að lokum boðið í fæðingarlaug á fæðingarstofu, en vatnið átti að lina verkina.

Nokkru síðar, þegar verkirnir voru orðnir óbærilegir, fékk Angela í gegn að ljósmóðir skoðaði sig og athugaði hvort það væri ekki örugglega í lagi með barnið.

Í ljós kom að svo var ekki. Enginn hjartsláttur fannst.

„Ég fékk algjört áfall. Engin hafði hlustað á neitt sem ég sagði frá því að ég steig fæti inn á sjúkrahúsið og síðan gerðist þetta. Ef þær hefðu fylgst með hjartslætti dóttur minnar frá því að ég kom væri hún líklegast á lífi í dag. Hún var lifandi þegar við komum á sjúkrahúsið og lifandi þegar ég steig ofan í fæðingarlaugina og síðan var bara dáin.“

Eftir að Ella kom í heiminn, klukkan 23 að kvöldi 21 desember 2013, sást glögglega að fylgjan hafði losnað frá leginu en það var dánarorsök stúlkunnar.

Foreldrar hennar binda vonir við að frásögn þeirra verði til þess að verðandi mæður hlusti á líkama sína í stað þess að treysta alfarið á fagþekkingu lækna og hjúkrunarfræðinga.

Að sama skapi vonast þau til þess að sjúkrahúsið, sem hefur viðurkennt margvísleg mistök í tengslum við andlát Ellu, breyti verklagi með því markmiði að sambærilegt tilfelli komi aldrei upp aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman