Leikritið Bláklukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnardóttur verður sýnt í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Mongólsku hirðingjatjaldi hefur verið komið fyrir í porti Hafnarhússins. Leiðsögukona tekur á móti gestum og leiðir þá inn í töfraveröld tjaldsins þar sem hlustað verður á Bláklukkurnar. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson og Harpa Arnardóttir. Einar Sigurðsson gerði hljóðmynd.
Verkið var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2018 og þá sýnt í hverjum landsfjórðungi. Margrét H. Blöndal safnaði augnablikum saman í heimildarmynd sem mun ganga og á opnunartíma safnsins í fjölnotarými safnsins sem er gegnt portinu þar sem hirðingjatjaldið stendur. Gestir safnsins geta líka gengið í kringum tjaldið og heyrt í hljóðverkinu.
Verkið er sýnt kl. 14 bæði laugardag og sunnudag.
Verð: 2.900 kr. Miðasala er á www.tix.is