fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Spennan í hámarki

Senn lýkur Næturverðinum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 14. október 2016 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er beðið í ofvæni eftir næsta mánudagskvöldi en þá er lokaþáttur Næturvarðarins á dagskrá RÚV. Þættirnir hafa ekki bara glatt mann heldur fyllt lífið af spennu, sem stundum hefur komist nálægt því að vera óbærileg. Næturvörðurinn Pine er með áætlun sem fella á illmennið Roper og hyski hans, en hver hún nákvæmlega er kemur í ljós næsta mánudagskvöld. Nú, áður en lokauppgjörið rennur upp, er manni ekki alveg rótt og hefur áhyggjur af helstu persónum, ekki síst hinni fögru Jade, ástkonu Ropers. Hann væri vís með að láta drepa hana komist hann að því að hún hefur svikið hann.

Það er upplifun að horfa á þætti eins og þennan þar sem persónur lifna á skjánum. Helstu leikarar þáttanna voru tilnefndir til Emmy-verðlauna en þar gleymdist að tilnefna Elizabeth Debicki sem er mögnuð í hlutverki Jade. Í byrjun birtist Jade okkur sem yfirborðsleg og vitgrönn glamúrpía en smám saman fengum við nýja sýn á hana og í ljós kom að hún er hjartahlý, hugrökk og snjöll en um leið mjög dularfull. Það er viðkvæmni og depurð í fari hennar sem snertir mann. Tom Hiddleston smellpassar í hlutverk næturvarðarins sem tekur persónuleikabreytingum um leið og hann verður njósnari og fremur morð einfaldlega vegna þess að það er nauðsynlegt ætli hann að fletta ofan af vopnasmyglaranum Roper. Samleikur Hiddleston og Debicki er heillandi og maður skynjar afar vel þá erótísku strauma sem eru á milli þeirra. Reyndar er maður alveg undrandi að hinn illi Roper skuli ekki enn hafa áttað sig á hinu eldheita sambandi þeirra, en hann er auðvitað með hugann við að gera heiminn enn verri með vopnasölu sinni.

Er mögnuð í hlutverki hinnar dularfullu Jade.
Elizabeth Debicki Er mögnuð í hlutverki hinnar dularfullu Jade.

Mynd: © 2016 AMC Network Entertainment LLC. All Rights Reserved

Hugh Laurie er stórkostlegt illmenni, sem skýtur manni skelk í bringu með augnaráði og raddblæ sem virðist stöðugt boða yfirvofandi ógn. Samleikur hans og Hiddleston er spennuþrunginn og maður á alltaf von á ofsafengnu uppgjöri. Það hlýtur að eiga sér stað í lokaþættinum.

Þar sem maður er gamaldags og allt of rómantískur vonar maður að illa fari fyrir Roper og Jade og Pine fái að eiga framtíð saman. Sennilega eru það óraunhæfar væntingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á