fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Týndi milljónamiðinn mögulega greiddur með reiðufé

Meintur vinningshafi gæti reynt að kært málið til Innanríkisráðuneytsins

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 15. október 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ömurlegt mál í alla staði. Í hverri einustu viku erum við að flytja gleðifréttir um vinninga og það er hagur Íslenskrar getspár að allir vinningar gangi út. En þetta eru reglurnar og við verðum að fara eftir þeim,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár. Eins og DV greindi frá í morgun þá mun vinningur upp á rúmlega 22 milljónir króna fyrnast þann 24.október næstkomandi því ár er liðið frá útdrættunum. Ein kona steig fram og vitjaði vinningsins en taldi sig hafa glatað miðanum. Samkvæmt heimildum DV hafði konan keypt miðann með reiðufé og því var sönnunarbyrðin erfið.

Framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár segir að hinn meinti miðalausi vinningshafi geti kært málið til Innanríkisráðuneytisins. Ef að óyggjandi sannanir liggja fyrir er ekki útilokað að ráðuneytið úrskurðaði að þessi tiltekni einstaklingur hlyti vinningspottinn.
Stefán Konráðsson Framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár segir að hinn meinti miðalausi vinningshafi geti kært málið til Innanríkisráðuneytisins. Ef að óyggjandi sannanir liggja fyrir er ekki útilokað að ráðuneytið úrskurðaði að þessi tiltekni einstaklingur hlyti vinningspottinn.

Getur kært til ráðuneytis

„Í tilfelli sem þessu þá getur hinn meinti vinningshafi kært málið til innanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið myndi þá óska eftir upplýsingum frá báðum aðilum málsins og úrskurða í málinu. Þeim tilmælum myndi Íslensk Getspá hlíta,“ segir Stefán. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hinn meinti vinningshafi geti sótt vinninginn eftir krókaleiðum.

Aðspurður hvort að algengt sé að smærri vinninga sé ekki vitjað segir Stefán: „Það er sjaldgæft að vinninga sé ekki vitjað hjá okkur, sérstaklega eftir hrun. Um 65% af sölunni er komið á netið og það mun aðeins koma til með að aukast.“ Í Noregi eru svokölluð „spillekort“ brúkuð til þess að rekja vinninga beint til kaupanda. Slíkt hefur verið rætt innan Íslenskrar getspá. Ákvörðun um að innleiða slíkt kerfi liggur hjá Innanríkisráðuneytinu og ekki hefur verið talin þörf á slíku úrræði hérlendis. „Það er kostnaðarsamt og markaðurinn hérlendis er afar lítill. Netviðskiptin munu aukast ár frá ári og því verður þörfin á slíku sífellt minni,“ segir Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás