Húðflúrstofan Black Kross Tattoo fagnar 1 árs afmæli um þessar mundir.
Af því tilefni verður blásið til afmælisveislu laugardagskvöldið 15. september á Black Kross Tattoo í Hamraborg 14a kl. 21 þar sem fjöldinn allur af listamönnum kemur fram og afmælistilboð verða í boði fyrir gesti. Afmælisdagskráin byrjar á slaginu kl 21 og fram koma Alexander Jarl, Ragga Holm, Kilo, Balatron, BLKPRTY og fleiri.