fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Persónulegar jólagjafir

Kynning

Allt í föndrið á Dalveginum

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 17. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Multimedia verk. Flottar jólagjafir.
Multimedia verk. Flottar jólagjafir.

Nú eru jólin á næsta leyti og um að gera að bretta upp ermarnar fyrir jólaföndrið. Margir eru farnir að senda jólakveðjurnar rafrænt eða í útvarpi og sumir eru alveg hættir þessu. Því er þó ekki að neita að fallegt handgert jólakort gleður meira en stöðluð kveðja á Facebook. Það er líka ætíð skemmtilegt að fá persónulegar jóla- og tækifærisgjafir sem viðkomandi hefur nostrað við og uppáhalds jólaskrautið er auðvitað alltaf handgert.

Föndra á Dalvegi í Kópavoginum er hannyrðaverslun með hráefni fyrir hvers kyns föndur og handverk. „Við opnuðum Föndru á Langholtsvegi árið 1998 en fluttum á Dalveg árið 2004. Í dag seljum við bæði efni til að sauma úr og bókstaflega allt í föndrið,“ segir Björg Benediktsdóttir annar eigandi Föndru. „Við flytjum um 99% af okkar vörum sjálf inn og erum með ótrúlegt úrval.“

„Það er auðvitað alltaf mikið um að fólk gefi prjónavörur í jólagjafir. Dúskahúfurnar hafa verið afar vinsælar og seljum við felddúska í öllum litum,“ segir Björg. Svo er einnig hægt að fá allt í skartgripagerðina í Föndru. Það er svo orðið mjög vinsælt að taka fjölskyldumyndir og setja yfir á hluti eins og púða eða kerti með notkun Photo-Transfer. Pappírinn hentar á margskonar yfirborð og er einfaldur í notkun. Útkoman getur verið virkilega skemmtileg og persónuleg. „Þetta er ofsalega auðvelt að gera, en tekur reyndar smá tíma að þorna,“ segir Björg.

Photo-Transfer á jólakortin.
Photo-Transfer á jólakortin.

Föndra selur líka allt fyrir jólaskrautið. „Við erum til dæmis með hreindýr úr pappamassa, sem hægt er að mála, skreyta og setja glimmer og áferð á. Við eigum nokkrar gerðir af áferðarefni sem gefur mosaáferð, ryðáferð, steypuáferð og margt fleira.“ Hægt er að nota efnin á ýmsa hluti, bæði gamla og nýja til þess að poppa þá upp eða gera jólalegri.

Metal-hreindýr. Pappamassa-hreindýr máluð rósagyllt og silfruð.
Metal-hreindýr. Pappamassa-hreindýr máluð rósagyllt og silfruð.

Efni til þess að búa til áferðir. Viðaráferð, steypuáferð, mosaáferð...
Efni til þess að búa til áferðir. Viðaráferð, steypuáferð, mosaáferð…

Í Föndru fást líka allar föndurvörur fyrir jólakortin. Það fást stimplar og stenslar, metalmálning, glimmer og margt fleira. Þrívíddarjólakortin standa svo alltaf fyrir sínu enda sívinsæl og tilkomumikil. Það hefur einnig aukist að fólk býr til boðskort fyrir skírnir og baby-shower og er Föndra með heilt horn í versluninni tileinkað þessháttar föndri.

Það er líka gaman að sjá aukna endurnýtingu á hlutum eins og glerkrukkum og gömlum húsgögnum. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera við hluti sem eru nú þegar til á heimilinu. Oft þarf bara að mála gömul húsgögn með nýjum lit eða búa til dýrindis kertastjaka úr glerkrukkum með því að skreyta þær með smá blúndu. „Þetta hefur til dæmis verið mjög vinsælt borðskraut í brúðkaupsveislum,“ segir Björg. Í Föndru fæst auðvitað allt til þess að poppa upp gamla hluti. Kalkmálningin hefur til dæmis verið mjög vinsæl enda laus við öll eiturefni og lykt. Hana er svo auðvelt að þrífa upp og hentar því vel fyrir föndur í heimahúsi.

Stimplar, límmiðar og glimmer gera jólakortin ómótstæðileg.
Stimplar, límmiðar og glimmer gera jólakortin ómótstæðileg.

Í verslun eins og Föndru er mikilvægt að starfsmenn séu fróðir um vörurnar og geti hjálpað og gefið kúnnanum ráðleggingar. „Starfsfólkið okkar er mjög fært og með hátt þjónustustig. Við erum líka með námskeið í versluninni, meðal annars til þess að læra að gera skartgripi, Photo-Transfer námskeið, í kalkmálun og margt fleira,“ útskýrir Björg. Föndur getur verið ótrúlega róandi og sérstaklega rétt fyrir jólin, þegar allt ætlar um koll að keyra. Þá getur verið gott að setjast niður og föndra nokkur jólakort eða skreyta aðventukerti. „Fólk sem föndrar jafnvel aldrei kemur samt oft hingað fyrir jólin því það er svo mikil stemning sem myndast í jólaföndrinu. Það eru hópar sem fara saman upp í sumarbústað á haustin og taka ekkert með nema mat, drykk og föndur.“

Föndra er staðsett að Dalvegi 18, 201 Kópavogi.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Föndru eða á
Facebooksíðu Föndru

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni