Paul Pogba miðjumaður Manchester United mun ekki reyna að koma sér burt frá félaginu í janúar. Enskir fjölmiðlar fjölluðu um það í orgun
Pogba vildi fara frá United í sumar og var ljóst að Mino Raiola umboðsmaður hans reyndi að koma honum burt.
Pogba og Jose Mourinho stjóri United hafa ekki átt í mjög góðu sambandi en það hefur verið lagað samkvæmt fréttum dagsins.
Pogba skellti sér hins vegar í viðtal á meðan hann er í verkefni með franska landsliinu, þar ákvað hann að senda sögusagnir á fulla ferð aftur.
,,Það var mikið talað í sumar, það er eins og það er. Ég er með samning í Manchester,“ sagði Pogba.
,,Framtíð mín er þessa stundina í Manchester, þar er ég með samning. Ég spila þar.“
,,Hver veit samt hvað gerist, við sjáum til á næstu mánuðum.“
Pogba hefur mikið verið orðaður við Barcelona og sitt gamla félag Juventus síðustu vikur