fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Herra Hnetusmjör er mættur á Fabrikkuna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. september 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunar, fagnar því að í dag mætir nýjasti borgarinn á matseðil og diska gesta staðarins: Herra Hnetusmjör.

Herrann er sá þrítugasti í röðinni, en sjö borgarar hafa lifað frá opnun staðarins árið 2010.

Hamborgarinn í stanslausri framþróun!

Þegar Hamborgarafabrikkan opnaði í apríl 2010 var markmiðið skýrt. Að breyta hamborgaralandslaginu hérlendis með því að bjóða nýjar og frumlegar útgáfur af hamborgurum og halda sífellt áfram við að þróa þennan alþjóðlega rétt og teygja möguleika hans í allar áttir.

Í dag lítur dagsins ljós nýjasta gerðin. Hamborgari með hnetusmjöri. Í samstarfi við einn vinsælasta tónlistarmann dagsins í dag, Herra Hnetusmjör, sem framleiðir sitt eigið hnetusmjör. Þarna fara saman lykilgildi Fabrikkunnar, framþróun hamborgarans og efling íslenskrar tónlistar, sem hefur verið Fabrikkunni metnaðarmál frá fyrsta degi.

Fyrsti matseðill Fabrikkunnar innihélt 15 hamborgara. Í dag eru 14 hamborgarar á matseðlinum en einungis 7 þeirra hafa lifað af frá upphafi. Hér að neðan gefur að líta alla 30 hamborgarana sem Fabrikkan hefur „samið“ á 8 árum.

1. Fabrikkuborgarinn
2. Herra Beikon – síðar Herra Rokk til heiðurs Rúnari Júl.
3. Lamborgarinn
4. Barbíkjú
5. Sveppurinn – Varð síðar að Trukknum.
6. Egils-Daða borgarinn
7. Morthens
8. Neyðarlínan
9. Aríba Salsason
10. Forsetinn
11. Ungfrú Reykjavík
12. Tægerinn – varð síðar að Sörf&Törf
13. Trukkurinn
14. Rúdolf – hreindýraborgarinn
15. Húsdýragarðurinn
16. Stóri Bó – til heiðurs Björgvin Halldórssyni
17. Páskalamborgarinn
18. Salómón Gústavsson – laxaborgari Stellu í Orlofi
19. Sigurjón Digri – til heiðurs og Með allt á hreinu
20. Draumurinn – Til heiðurs Sálinni hans Jóns míns
21. Hrefna – borgari úr hvalkjöti
22. Ný Dönsk Grísasamloka – til heiðurs Ný Dönsk.
23. Dagfinnur Dýralæknir – andaborgari úr rifinni peking önd
24. Hemminn – heiðursborgari okkar ástkæra Hemma Gunn
25. Il Maestro – Truffluborgari Kristjáns Jóhannssonar
26. Fyrirliðinn til heiðurs Aroni Einari Gunnarssyni
27. Vilborgarinn – til heiðurs Vilborgu Örnu Gissurardóttur
28. Vargurinn – gæsaborgari
29. Áttuborgarinn – í svörtu brauði
30. Herra Hnetusmjör

Hamborgarinn lengi lifi! Húrra, húrra, húrra!

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þá félaga smakka borgarann í fyrsta sinn í lok ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024