fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Fréttir

Eigandi stærstu bílaleigunnar segir Asíubúa ekki verri ökumenn en aðra

Slysum hefur fækkað mjög hlutfallslega, segir Steingrímur Birgisson

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við megum ekki mismuna neinum og gerum það ekki,“ segir Steingrímur Birgisson hjá Bílaleigu Akureyrar. „Við förum fram á alþjóðleg ökuskírteini frá Asíuþjóðum.“

Skessuhorn greinir frá því í dag að fjórar kínverskar stúlkur hafi sloppið með skrekkinn þegar þær óku bílaleigubíl út í á Hraunhafnará á Snæfellsnesi. Bíll þeirra hafi farið í loftköstum út í ána en haldist á hjólunum. „Sú sem ók hafði fengið ökuskírteinið sitt í apríl og ekki ekið mikið síðan. Kvaðst hún hafa fylgt leiðbeiningum frá „Google maps“ en samt endað út í ánni,“ segir á Skessuhorni.

Steingrímur hefur marga fjöruna sopið enda rekur hann elstu og stærstu bílaleigu landsins. Hann segir að ekki séu gerðar sérstakar kröfur til fólks aðrar en þær að það hafi gilt ökuskírteini. Hann segist ekki hafa orðið var við að Kínverjar séu verri ökumenn en aðrir. „Ég þekki mann sem var að vinna í Kína. Hann þurfti að taka alvöru próf til að fá ökuleyfi þar,“ segir Steingrímur.

Hann segir hins vegar að þeir sem búi í þéttbýlum stórborgum séu eðli málsins samkvæmt óvanir að keyra. Þannig geti Parísarbú, svo dæmi sé tekið, ekki þurft að hreyfa bíl dögum, vikum eða jafnvel mánuðum saman. „Þeir sem búa á þannig stöðum eru kannski ekki eins vanir að keyra og við, sem keyrum mörg daglega.“

Steingrímur segir að bílaleigurnar reyni eftir megni að vara fólk við helstu hættunum á íslenskum þjóðvegum. Hann bendir á að tjónum hafi fækkað mikið hlutfallslega. „Þegar við vorum með 1.000 bíla flota fyrir nokkrum árum vorum við að missa um 25 bíla á ári. Nú erum við með 4.000 og erum að missa svipaðan fjölda.“

Það er því alls ekki stór hluti sem lendir í tjóni. „Þetta er kannski áberandi í umræðunni núna því ferðamenn eru svo margir hérna núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk
Fréttir
Í gær

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022

Lýsa yfir neyðarástandi vegna mpx-veiru – Mun hættulegra afbrigði en blossaði upp árið 2022
Fréttir
Í gær

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference

20 ára afmæli Reykjavik Internet Marketing Conference
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“

Sigmundur Davíð hneykslaður á Kirkjugörðum Reykjavíkur – „Allt að leysast upp í einhverja vitleysu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám

Gömul viðskipti við Nettó setja framtíðaráform grindvískra hjóna í uppnám
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt

Kona vann dómsmál gegn Selfossveitum – Borgaði aðeins helming heitavatnsreikningsins vegna þess að henni þótti vatnið of kalt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær

Nýfæddir tvíburar hans dóu í sprengjuárás í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni

Telja óheppilegt að bæjarstjórinn og einn æðsti yfirmaður Seltjarnarnesbæjar séu hjón – Þór kemur af fjöllum og segir að ekki verði hróflað við eiginkonunni