Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar á meðal keppenda á LET Evrópumótaröðinni í þessari viku. Mótið hefst í dag og heitir það Lacoste Ladies Open de France. Keppt er á Golf du Medoc – Chateaux Course.
Ólafía Þórunn hefur leik kl. 11:05 að íslenskum tíma og Valdís hefur leik kl. 12:10.
Valdís Þóra er í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi verður 11. mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er 3. sæti.
Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi verður þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni.