fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Levania fyrsta einkasýning Theresa Himmer opnar á morgun

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. september 2018 11:00

Mynd: Theresa Himmer, Galilean Moons 3, 2018, archival inkjet print mounted on aluminum, 45x60 cm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta einkasýning Theresa Himmer, Levania, opnar á morgun kl. 16 í Hverfisgallerí.

Sýningin Levania er fyrsta birtingarmynd lengra verkefnis sem á rætur sínar í skáldsögunni Somnium (eða Draumnum, eins og titillinn var þýddur) eftir Johannes Kepler frá árinu 1608.

Í Somnium birtir Kepler nákvæma lýsingu á því hvernig alheimurinn (og jörðin) gætu litið út séð frá tunglinu og þess vegna er sagan talin grundvallarverk í tunglfræðum. Um leið er hún talin ein fyrsta vísindaskáldsagan.

Aðalpersónan er Duracotus, íslenskur drengur. Röð ýmissa atvika lýkur með því að Duracotus kemur til Danmerkur og nemur þar himinfræði undir handleiðslu hins fræga stjörnufræðings Tycho Brahe á dönsku eyjunni Hveðn. Við heimkomuna til Íslands dýpkar hann svo þekkingu sína á stjörnunum enn frekar undir leiðsögn móður sinnar, Fiolxhilde, fjölkunnugrar konu sem sér fyrir sér með sölu jurtalyfja. Hún særir fram blíðlyndan anda utan úr geimnum sem lýsir í smáatriðum fyrir þeim alheimseyjunni Levaniu.

Í Somnium birtist himinninn, þá sérstaklega tunglið (Levania), sem brennidepill tveggja aðgreindra máta skynjunar og þekkingarsköpunar. Annars vegar er um að ræða hina vísindalegu aðferð, studda tæknilegum búnaði og setta fram af Tycho Brahe, fræðimanni og lærimeistara. Hins vegar er hið dulræna, sem byggir á áþreifanlegri reynslu og fulltrúi þess er móðirin, Fiolxhilde, sem deilir þekkingu kynslóðanna áfram til sonar síns.

Speglað ljós sameinar hin tvö aðskildu listaverk Dormant Echoes og Infinite Transmission. Dormant Echoes er röð óljósra, loftkenndra ímynda úr sjálflýsandi litarkornum sem festar eru milli gagnsærra akrýlplatna og minna á það sem sést í gegnum linsu smásjár. Infinite Transmissions er hins vegar innrömmuð samsetning, mynduð úr þríhyrningum sem speglast og snúast vélrænt. Þríhyrningarnir varpa í eilífri hringrás mjúkri birtu á helming myndanna í Dormant Echoes og vekja litina þannig til lífs. Umhverfisbirtan í galleríinu virkjar hinn helming verksins.

THERESA HIMMER (f. 1976) stundaði framhaldsnám undir merkjum Whitney Museum Independent Study prógrammsins. Hún lauk MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York og Cand.Arch-gráðu frá Arkitektaskólanum í Árósum í Danmörku. Verk hennar og opinberar innsetningar hafa verið til sýnis víða um heim og á Íslandi hafa þau til dæmis verið sýnd í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Gerðarsafni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið